Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar 16. október 2006 14:15 MYND/GVA Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur. Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur.
Fréttir Innlent Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira