Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar 16. október 2006 14:15 MYND/GVA Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur. Fréttir Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Sjá meira
Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur.
Fréttir Innlent Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiðar vegna ofgnóttar fyrir vestan Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Sjá meira