ÍR 2 lagði Víking/Fjölni í Austurbergi í kvöld 34-32 í SS-bikarkeppninni í handknattleik. Utandeildarlið ÍR hafði forystu allan leikinn og leiddi í hálfleik 19-14.
Hjá ÍR var Bjartur Máni Sigurðsson markahæstur með 8 mörk, Finnur Jóhansson skoraði 6, Jóhann Ásgeirsson 6 og Andri Úlfarsson 4.
Hjá Víking/Fjölni var Sverrir Hermannsson markahæstur.