Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum 18. október 2006 12:30 Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Í samtölum NFS í morgun við þrjá fyrrum yfirmenn hjá Pósti og síma kom fram að enginn þeirra hafði nokkra vitneskju um nýja Landssímamanninn, en samkvæmt Jóni Baldvini Hannibalssyni hafði yfirmaður á tæknisviði Landssímans samband við hann og kvaðst hafa orðið vitni að því árið 1993 að sími Jóns hefði verið hleraður. Ólafur Tómasson, fyrrverandi póst- og símamálastjóri, frá 1986-1996 vildi ekki koma í viðtal en aðspurður hvort hugsanlegt væri að starfsmenn Símans hefðu sinnt hlerunum án hans vitundar svaraði Ólafur því til að alltaf væri hægt að stelast inn í hús án þess að húsráðendur vissu af því. Hann sagði sömuleiðis að ef einhverjir starfsmenn hefðu verið að brjóta af sér - og stunda ólöglegar hleranir - þá hefði hann sem yfirmaður að sjálfsögðu ekki frétt það. Hann hefði hins vegar aldrei heyrt af slíku og fyndist það mjög ótrúlegt og vissi ekki annað en að allir starfsmenn Símans hefðu sinnt störfum sínum af heiðarleika. Guðmundur Björnsson, sem var aðstoðar póst- og símamálastjóri á þessum árum, tekur undir orð Ólafs og segist hvorki hafa heyrt af né vitað um neinar ólöglegar hleranir hjá fyrirtækinu. Á þessum árum var lykilmaður í tæknideild fyrirtækisins Þorvarður Jónsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs. Hann segist aldrei hafa heyrt um slíkt athæfi en tekur fram að tæknideildin hafi verið mjög stór með fjöldann allan af yfirmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira