Pólitísk afskipti skaða Strætó 19. október 2006 14:36 Mynd/Gunnar V. Andrésson Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Skýrslan var kynnt í dag og þar kemur einnig fram að áætlanir fyrir fyrirtækið hafi almennt verið vel unnar en síðari hluta árs 2005 og það sem af er þessu ári hafi áætlanir engan veginn staðist. það megi fyrst og fremst rekja til breytinga á leiðarkerfinu. Þær hafi orðið með öðrum hætti með gert hafi verið ráð fyrir við áætlanagerð og þá hafi farþegar verið mun færri en búist hafði verið við. Þá hafi orðið verulegar ófyrirséðar launahækkanir hjá vagnstjórum á þessu ári vegna nýrra kjarasamninga. Í skýrslu Deloitte er einnig gagnrýnt að ekki sé til nein formlega samþykkt stefnumörkun fyrir félagið er varði starfsmannastefnu, markmið leiðarkerfis, þjónustusig og kostnað. Þá sé kostnaðarskiptingarreglan milli þeirra sjö sveitarfélaga sem reki Strætó byggð á því að hvert sveitarfélag greiði fast hlutfall heildarframlaga óháð þjónustunni í sveitarfélaginu. Sú leið bjóði upp á tortryggni og ágreining milli eigendanna. Enn fremur segir í niðurstöðum úttektarinnar að ekki virðist fullkomin samstaða meðal æðstu stjórnenda og hafi það endurspeglast í innleiðingu og hönnun nýs leiðakerfis. Pólitísk afskipti af starfseminni og skortur á stefnumörkun geti ásamt öðrum þáttum átt þátt í því að skapa þessar aðstæður. Þá er verkstjórn og upplýsingaöflun við innleiðingu nýs leiðakerfis í fyrra sögð ófullnægjandi þar sem ekki hafi verið skoðað kerfisbundið hvað hafi farið úrskeiðis við innleiðinguna. Deloitte bendir enn fremur á að notkun á almenningssamgöngum hafi minnkað jafnt og þétt og að fargjöld hafi minnkað að raunvirði síðustu ár sem hafi þýtt aukin framlög frá eigendum Strætós. Segir í úttektinni að þetta megi rekja til aukinnar velmegunar sem lýsi sér í því að bílaeign sé með því mesta sem þekkist. Farþegum með strætó hafi því ekki fjölgað eins og vonast hafði verið eftir við stofnun byggðasamlagsins og breytingu á leiðakerfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira