Leitað var að rjúpnaskyttu í Lambafjöllum í Reykjasveit í kvöld. Tveir menn höfðu farið saman á skytterí og þegar annar skilaði sér ekki á réttum tíma var beðið um aðstoð björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitirnar Garðar á Húsavík, Stefán í Mývatnssveit og Hjálparsveit skáta í Aðaldal voru kallaðar út. Svæðistjórn kom saman og var undirbúinn flutningur á sporhundi og víðavangsleitarhundum á svæðið. Maðurinn fannst heill á húfi á níunda tímanum í kvöld.