Þá á að byggja rafstöð sem framleiðir allt að þrjúhundruð megavött af rafmagni og varmastöð sem afkastar allt að fjögurhundruð megavöttum með sama sniði og gufuaflsvirkjun fyrirtækisins að Nesjavöllum. Markmið virkjunarinnar er að mæta aukinni eftirspurn almennings og atvinnufyrirtækja eftir rafmagni og hita. Guðlaugur Þór Þórðarson stjórnarformaður Orkuveitunnar gerði það að umtalsefni að allir pólitískir flokkar hefðu staðið saman um byggingu virkjunarinnar.
Í tengslum við nýtingu jarðvarmans á Hengissvæðinu hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir gerð göngu og reiðstíga um svæðið. Þá hefur verið auglýst samkeppni um gerð nýs útilistaverks við stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar.