Hafa ekki leyft innfluting hvalkjöts 23. október 2006 18:30 Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram. Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Áhöfn Hvals níu veiddi aðra langreyði um hundrað og fjörtíu sjómílur út af Snæfellsnesi um klukkan hálf fimm í dag. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Sjálfir vilja þeir ekki hefja hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en frekari stuðningur fæst frá alþjóðasamfélaginu. Tvær langreyðar hafa verið veiddar eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar að nýju. Hvalur 9 er á leið í land og er von á honum í land klukkan tvö á morgun. Langreyðin er talin vera yfir 60 fet að lengd en sú sem veiddist á laugardag var 68 feta löng. Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, starfsmaður Hvals hf, sagði hvalveiðiskipið hafa átt 210 sjómílur eftir í land frá veiðistaðnum. Hann segir vel hafa gengið að skutla hvalinn en ekki var hægt að hefja leitina fyrr en upp úr klukkan tíu í morgun vegna birtuskiyrða. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Hvals hf., segir hvalkjötið ætlað á Japansmarkað en japönsk stjórnvöld hafa ekki gefið grænt ljós á innfluting hvalkjöts til Japans. Hitosi Abe, sendiráðinautur hjá japanska sendiráðinu, segir stjórnvöld í Japan ekki hafa gefið leyfi til þess að hvalkjöt verði flutt inn til landsins. Hvernær ákvörðunar frá japönskum stjórnvöldum er að vænta segir Hitosi alveg óvíst. Hvort Íslendingar fái að flytja inn hvalkjöt telur hann ekki vega þungt hjá stjórnvöldum í Japan. Hitosi segir Japana sjálfa ekki hafa viljað taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni til þess þurfi þeir frekari stuðning alþjóðasamfélagsins. Hrefnuveiðimenn hafa veitt sextíu dýr í vísindaskyni það sem af er þessu ári. Nú mega þeir veiða þrjátíu dýr í atvinnuskyni og er stefnt að því að hefja veiðar í vikunni. Þeir vonast til að hægt verði að flytja inn hvalkjöt til Japans ekki síðar en í vor. Gunnar Bergmann Jónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hrefnuveiðimanna, segir þá viðskiptavini sem þeir séu komnir í samband vilja kjötið í níu kílóa pakkningum og þannig verði kjötinu pakkað. Áður en að kjöt af langreyðum eða hrefnum verður flutt til Japans þarf að taka úr dýrunum sýni og rannsaka og skoða hvort og þá í hvaða magni mengunarefni er að finna í dýrunum. Eins þarf að vera hægt að rekja uppruna dýrana og til þess þurfa dna rannsóknir að fara fram.
Fréttir Innlent Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira