Tvö prófkjör um helgina 27. október 2006 12:12 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar hófst á hádegi. Samfylkingarfólk í Norðvesturkjördæmi ætlar einnig að nota helgina til að velja hverjir leiða lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú níu þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Tveir þeirra, þau Guðmundur Hallvarðsson og Sólveig Pétursdóttir, hafa ákveðið að láta af þingmennsku að kjörtímabilinu loknu. Hin sjö vilja áfram vera í þingmannahópnum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sækist einn eftir fyrsta sæti á lista flokksins. Spennan er því öllu meiri um annað sætið en þeir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sækjast báðir eftir því sæti. Sá sem sætið fær kemur til með að leiða annan af listum flokksins í Reykjavík. Alls sækjast nítján eftir níu efstu sætunum. Tuttugu og tvö þúsund manns eru á kjörskrá fyrir prófkjör flokksins. Alls hafa um sex hundruð nýskráningar í flokkinn borist fyrir prófkjörið. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk á hádegi og höfuð rúmlega sex hundruð manns tekið þátt í henni fyrir klukkan ellefu í morgun. Kosning fer fram í Valhöll í dag til klukkan níu í kvöld en á morgun verður hægt að kjósa á sjö stöðum víðsvegar um borgina. Kosningu lýkur klukkan sex á morgun og er búist við að þá strax verði hægt að birta fyrstu tölur. Vonast kjörstjórnin svo til að birta lokatölur fyrir miðnætti. NFS verður með kosningavakt á Vísir.is á morgun þar sem nýjar tölur verða birtar jafnóðum og þær berast auk þess sem sent verður beint út frá Valhöll. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem stilla upp á sinn lista um helgina. Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi verður haldið á laugardag og sunnudag. Flokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu, þau Jóhann Ársælsson og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Jóhann leiddi lista flokksins fyrir kosningarnar 2003 en hann hefur ákveðið að láta af þingmennsku í vor. Anna Kristín er hins vegar í hópi þeirra fjögurra sem sækjast eftir fyrsta eða öðru sæti á listanum. Norðvesturkjördæmi nær allt frá Akranesi til Sauðárkróks en hægt verður að kjósa á sextán stöðum í prófkjörinu. Ellefu gefa kost á sér í fjögur efstu sætin á listanum en allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta tekið þátt í prófkjörinu. Opið verður á kjörstöðum á laugardaginn frá klukkan tólf á hádegi til sex og á sunnudaginn frá klukkan tíu til tólf á hádegi. Reyna á að birta fyrstu tölur um klukkan sex á sunnudaginn en vonast er til að hægt verði að birta lokatölur klukkan tíu um kvöldið. Hægt verður að fylgjast með úrslitunum hér á Vísi.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira