Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt 27. október 2006 12:30 Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira