Vill að þáttur lækna í láti sonar síns verði rannsakaður 29. október 2006 18:21 Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður. Fréttir Innlent Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Móðir karlmanns, sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Færeyja í síðustu viku, vill að þáttur lækna á Egilsstöðum verið rannsakaður. Maðurinn lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu innan við tveimur dögum áður. Þórður Einar Guðmundsson, fjörtíu og fjögurra ára þriggja barna faðir, lést um borð í Norrænu á leið til Danmerkur. Á leiðinni á Seyðisfjörð 17. þessa mánaðar valt bíll hans út af veginum. Gunnlaug Helga Jónsdóttir, móðir hans sem býr á Suðureyri, telur að hann hafi fengið ófullnægjandi aðhlynningu á Egilsstöðum eftir slysið. Hún segir mikilvægt að allir sem lendi í bílslysi séu myndaðir, þar sem áverkar sjáist oft ekki utan á fólki, hún fullyrðir að það hafi ekki verið gert í tilfelli sonar hennar. Gunnlaug Helga heyrði í syni sínum skömmu eftir slysið í Berufirði. Hann lét hana þá vita að hann hefði velt bíl sínum og að hann væri í sjúkrabíl á leiðinni til Egilsstaða. Fáum klukkustundum síðar heyrði hún aftur í syni sínum, þegar hann hringdi úr hótelherbergi sínu á Egilsstöðum, nóttina áður en Norræna lagði úr höfn. Hann sagði henni að ekkert hefði verið gert á sjúkrahúsinu en hann teldi að allt væri í lagi. Sonur Gunnlaugar Helgu tók ferjuna næsta dag, en var látinn við komuna til Færeyja. Fjölskyldunni var tjáð að krufning hefði leitt í ljós að banameinið hafi verið innvortis blæðing vegna gats á milta sem hann fékk í bílveltunni. Gunnlaug Helga ætlar nú að fara fram á að þáttur lækna á Egilsstöðum verði rannsakaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira