Chicago kippti meisturunum niður á jörðina 1. nóvember 2006 05:02 Ballið byrjaði í NBA í nótt og í fyrri beinu útsendingunni á NBA TV valtaði Chicago yfir meistara Miami og varpaði skugga á hátíðarhöldin sem fylgdu hringaafhendingunni NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hófst með látum í nótt með leik meistara Miami og Chicago. Meistararnir fengu venju samkvæmt afhenta meistarahringa sína við skemmtilega athöfn fyrir leikinn, en það var eina ástæðan sem leikmenn Miami höfðu til að brosa í nótt því sprækt lið Chicago tók meistarana í nefið á þeirra eigin heimavelli 108-66. Það var augljóst frá fyrstu mínútu að leikmenn Miami voru með hugann við eitthvað allt annað en að deildarkeppnin væri hafin og í rauninni voru úrslit leiksins ráðin áður en flautað var til hálfleiks. Chicago er nú komið með öfluga skotblokkara í vörnina hjá sér á borð við þá Ben Wallace og Tyrus Thomas og þeir lögðu grunninn að stórsigri gestanna með góðum varnarleik. Raunar var sóknarleikur Chicago langt frá því að vera góður í fyrri sjónvarpsleiknum á NBA TV - en þó nógu góður til að bursta meistarana á þeirra eigin heimavelli. Kirk Hinrich hélt upp á nýjan samning sinn með því að skora 26 stig fyrir Chicago og Chris Duhon skoraði 20 stig á stuttum tíma af varamannabekknum. Dwyane Wade var eini maðurinn með meðvitund í liði Miami og skoraði hann 25 stig án þess að hafa sérstaklega mikið fyrir því, en hann var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig í ömurlegu liði Miami. Þetta var lang stærsta tap meistara í opnunarleik í sögu NBA deildarinnar og þetta 42 stiga tap jafnaði versta tap Pat Riley á löngum og glæsilegum þjálfaraferli. "Ég segi nú það sama og ég myndi segja ef við hefðum tapað svona stórt. Þetta er aðeins einn leikur og því stoðar lítið að velta sér of lengi upp úr þessum sigri. Við berum mikla virðingu fyrir Miami og þetta lið hefur nokkuð sem okkur langar að bæta í safnið - meistaratitil," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago rólegur eftir sigurinn - en Chicago á mjög erfiða útileikjahrinu fyrir höndum í upphafi tímabils. "Velkomnir aftur í veruleikann," sagði Pat Riley. "Þetta var auðvitað rosalega ójafn leikur og það eina sem hann segir mínum mönnum er að nú vita þeir hvað þeir eiga mikla vinnu fyrir höndum." Einnar mínútu þögn var fyrir leikinn til minningar um Red Auerbach heitinn, en þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni líkt og viðureign LA Lakers og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti