Íslensk erfðagreining sagði í gær upp tæplega fimmtíu starfsmönnum, þar af tuttugu og átta hér á landi, að sögn Morgunblaðsins.
Haft er eftir Eiríki Sigurðssyni kynningarstjóra fyrirtækisins að ákveðnum verkefnum sé lokið, tekin hafi verið upp aukin sjálfvirkni við erfðarannsóknir og verið sé að hagræða í rekstrinum. Fólkið hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest og ætlar fyrirtækið að aðstoða það við atvinnuleit annarsstaðar.