Gera ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum 1. nóvember 2006 12:45 Seðlabanki Ísland MYND/Vísir Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta. Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Greiningardeildir íslensku bankanna gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hafi lokið stýrivaxtahækkunarferli sínu og haldi vöxtunum óbreyttum þegar stýrivaxtaákvörðun bankans verður tilkynnt á morgun. Þó er fyrirvari á þessum spám. Þannig útiloka ekki allar greiningardeildirnar að stýrivextirnir gætu verið hækkaðir um 0,25 prósentur. Mestar líkur telja þær þó á að stýrivaxtahækkunarferlinu sé lokið og að stýrivextir taki að lækka á ný á næsta ári. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir úr tíu og hálfu prósenti í fjórtán prósent á árinu. Alls hafa stýrivextir bankans verið hækkaðir sautján sinnum frá því hækkunarferlið hófst í maí 2004. Bankinn kynnir einnig á morgun sýn sína á horfur í efnahagsmálum og nýja þjóðhags- og verðbólguspá. Síðast birti bankinn spá samfara vaxtaákvörðun þann 6. júlí. Bankinn var þá harðorður og taldi þörf á verulega hertu aðhaldi. Hlustað verður vel eftir því á morgun hvaða tón bankinn gefur. Greiningardeild Landsbankans bendir á að frá lokum annars ársfjórðungs hafi krónan styrkst um tæp 13% og launaskrið vegna endurskoðunar kjarasamninga í júní hafi orðið minna en Seðlabankinn óttaðist. Þetta dragi úr líkum á vaxtahækkun. Greiningadeild Glitnis bendir hins vegar á að verðbólgutölur séu enn háar og að hagtölur sýni hæga hjöðnun þenslu. Verðbólga síðustu tólf mánuða var 7,2% í október. Það er undir spá Seðlabankans en lækkun matarskatts hefur þau áhrif að verðbólgan fer hraðar niður. Greiningadeild Glitnis gerir ráð fyrir að stýrivextir haldist óbreyttir á morgun og að bankinn taki að lækka vexti sína á næsta ári og lækki þá niður í 10% fyrir lok næsta árs. Þær erlendu greiningardeildir sem spá fyrir um vaxtaákvörðun Seðlabankans gera flestar ráð fyrir því að vextirnir haldist óbreyttir en Danski bank gerir þó ráð fyrir 0,25 prósentu hækkun stýrivaxta.
Fréttir Innlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira