Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir 1. nóvember 2006 16:25 MYND/GVA Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Benti hún á að á hverjum degi ækju tveir sérsveitarmenn um borgina með vopnabúnað í bílnum. Spurði hún dómsmálaráðherra hvort til stæði að vopnbúa lögregluna frekar og benti hún á að ef lögreglan vopnbyggist myndu glæpamenn gera það líka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði því til að hér á landi hefði lengi verið sú stefna að lögreglumenn í almennum störfum bæru ekki vopn og að hann sæi ekki ástæðu til þess að breyta því. Hins vegar þyrfti áfram að leggja áherslu á uppbyggingu sérsveitarinnar eins og gert hefði verið undanfarin ár. Benti hann á að nú væru 45 sérsveitarmenn innan lögreglunnar, þar af 36 í Reykjavík. Þá lagði Björn áherslu á að tryggja þyrfti betur vernd lögreglumanna í starfi og að því væri unnið nú. Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Benti hún á að á hverjum degi ækju tveir sérsveitarmenn um borgina með vopnabúnað í bílnum. Spurði hún dómsmálaráðherra hvort til stæði að vopnbúa lögregluna frekar og benti hún á að ef lögreglan vopnbyggist myndu glæpamenn gera það líka. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra svaraði því til að hér á landi hefði lengi verið sú stefna að lögreglumenn í almennum störfum bæru ekki vopn og að hann sæi ekki ástæðu til þess að breyta því. Hins vegar þyrfti áfram að leggja áherslu á uppbyggingu sérsveitarinnar eins og gert hefði verið undanfarin ár. Benti hann á að nú væru 45 sérsveitarmenn innan lögreglunnar, þar af 36 í Reykjavík. Þá lagði Björn áherslu á að tryggja þyrfti betur vernd lögreglumanna í starfi og að því væri unnið nú. Þeir þingmenn sem tóku til máls voru sammála um það mikilvægt væri að hin almenna lögregla væri óvopnuð áfram og vonandi þyrfti ekki til þess að koma að lögregla þyrfti að vopnast vegna aukinnar hörku glæpamanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira