Körfubolti

Tveir leikir í beinni í kvöld

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á hverju kvöldi á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland næstu daga
Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á hverju kvöldi á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Digital Ísland næstu daga

Það verða tveir leikir í beinni útsendingu á NBA TV sjónavrpsstöðinni í kvöld, en deildarkeppnin hófst með látum í gærkvöldi. Fyrri leikurinn er viðureign New Jersey og Toronto og hefst hún klukkan 1 eftir miðnætti og klukkan 3:30 eigast svo við Phoenix og LA Clippers.

Það verður sannkölluð veisla á dagskrá NBA TV fyrstu dagana á tímabilinu, því stöðin verður með tvær beinar útsendingar á hverju kvöldi allar götur þangað til á sunnudaginn kemur. Þessi þjónusta er sannkallaður hvalreki fyrir körfuboltaáhugamenn á Íslandi og leitun að öðru eins leikjaframboði í neinni annari íþróttagrein. Leikirnir eru svo jafnan endursýndir nokkrum sinnum daginn eftir þar sem búið er að klippa út auglýsingahlé og því ætti enginn að þurfa að missa af viðureignum síns liðs.

Hér fyrir neðan gefur að líta leikina sem sýndir verða beint á NBA TV næstu daga, en auk þess er rétt að minn á að sjónvarpsstöðin Sýn verður líka með beinar útsendingar frá NBA í vetur og þar hefst prógrammið klukkan 1 á föstudagsnótt þar sem San Antonio tekur á móti Cleveland.

Miðvikudagur: New Jersey - Toronto klukkan 1, Phoenix - Clippers klukkan 3:30.

Fimmtudagur: Dallas - San Antonio klukkan 1, Clippers - Denver klukkan 3:30.

Föstudagur: Orlando - Philadelphia klukkan 0:00, LA Lakers - Seattle klukkan 3:30.

Laugardagur: Detroit - Memphis klukkan 0:30, Portland - Minnesota klukkan 3:00.

Sunnudagur: Toronto - San Antonio klukkan 18:00, New Orleans - Houston klukkan 0:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×