"Rasheed reglan" farin að taka sinn toll 3. nóvember 2006 16:44 Rasheed Wallace var ekki lengi að láta reyna á nýjar áherslur í dómgæslu í NBA deildinni - sem gárungarnir eru nú búnir að skíra í höfuðið á honum NordicPhotos/GettyImages Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Dómurum í NBA deildinni hefur verið gert að vera duglegri við að gefa leikmönnum tæknivillur fyrir að mótmæla dómum með væli eða ýktu látbragði í vetur og eru þessar áherslur strax farnar að setja svip sinn á deildarkeppnina. Framherjinn Rasheed Wallace hjá Detroit Pistons hefur verið hvað duglegastur manna í NBA við að næla sér í tæknivillur með kjaftbrúki og væli á undanförnum árum og þegar þessar nýju áherslur voru kynntar í sumar sagði hann að þetta væri ekkert annað en enn ein "Rasheed-reglan" sem beindist að því að halda aftur af sér. Kaldhæðni örlaganna var svo sú að það var einmitt Rasheed Wallace sem varð fyrsta fórnarlamb þessara nýju áhersluatriða strax í fyrsta leik Detroit í deildarkeppninni í fyrrakvöld. Þá var honum hent út úr húsi fyrir kjaftbrúk og á nú yfir höfði sér sekt fyrir vikið, en sektir hafa verið hækkaðar fyrir tæknivillur. Wallace var ekki sá eini sem fékk að kenna á þessum hert agareglum, því Mike Bibby hjá Sacramento var hent út úr húsi sama kvöld fyrir að tuða í dómurum - og síðast í gærkvöldi var Carmelo Anthony hjá Denver vísað af velli þegar hann fékk sína aðra tæknivillu fyrir að kasta ennisbandi sínu af sér þegar hann gekk í átt að varamannabekknum. Auk þessa hefur dómurum verið gert að fylgjast betur með skrefafjölda leikmanna þegar þeir keyra að körfu andstæðinga sinna, en mikið bar á því á síðustu leiktíð að dómarar væru gagnrýndir fyrir að leyfa mönnum að taka of mörg skref. Báðar þessar reglur koma klárlega til með að verða til góða þegar fram í sækir, en eins og alltaf þegar nýjar áherslur koma inn í dómgæslu, verða leikmenn að fá tíma til að aðlagast. Þá hefur umræðan um nýjan keppnisbolta í NBA auðvitað farið fjöllum hærra á undirbúningstímabilinu, en ljóst þykir að David Stern forseti mun ekki gefa sig með það að nota nýja boltann þó allir virðist væla undan honum. Gárungarnir segja að þessar reglubreytingar nú, sem og áherslurnar fyrir tímabilið í fyrra þar sem leikmönnum var gert að klæða sig snyrtilega á ferðalögum með liðum sínum, séu í raun ekkert annað en bellibrögð hjá Stern og forráðamönnum deildarinna til að stela sviðsljósinu frá öðrum íþróttagreinum sem standa sem hæst þegar deildarkeppnin í NBA er enn ekki hafin.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn