KB Banki færir Krabbameinsfélagi Íslands nýtt tæki til greiningar á brjóstakrabbameini 4. nóvember 2006 15:42 Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Með nýja tækinu er meðal annars unnt að greina lítil æxli af meiri nákvæmni en fyrr og gagnast þessi nýja tækni sérstaklega vel við leit í brjóstum yngri kvenna og kvenna með þéttan brjóstavef. Geislun við myndatökuna minnkar til muna og úrvinnsla og samanburður gagna verður þægilegri en fyrr. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands þarf fimm ný tæki af þessari gerð til þess að leysa eldri búnað sinn af hólmi. Þrjú þeirra verða staðsett á leitarstöðinni í Reykjavík, eitt á Akureyri og eitt fartæki verður notað til þess að gefa konum á landsbyggðinni aðgang að reglubundinni skoðun. Hvert tæki kostar um 40 milljónir króna og er treyst á framlög velunnara Krabbameinsfélags Íslands til þess að standa straum af þeim kostnaði. Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka, afhenti þessa gjöf á árlegum starfsdegi bankans. Við gjöfinni tóku þau Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands og Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á röntgendeild leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í dag færði KB banki Krabbameinsfélagi Íslands andvirði nýs stafræns röntgenmyndatækis, til leitar að brjóstakrabbameini, að gjöf. Nýrri tækni er ætlað að leysa eldri röntgenmyndabúnað af hólmi og gera forvarnarstarf vegna brjóstakrabbameins kvenna auðveldara og árangursríkara. Með nýja tækinu er meðal annars unnt að greina lítil æxli af meiri nákvæmni en fyrr og gagnast þessi nýja tækni sérstaklega vel við leit í brjóstum yngri kvenna og kvenna með þéttan brjóstavef. Geislun við myndatökuna minnkar til muna og úrvinnsla og samanburður gagna verður þægilegri en fyrr. Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands þarf fimm ný tæki af þessari gerð til þess að leysa eldri búnað sinn af hólmi. Þrjú þeirra verða staðsett á leitarstöðinni í Reykjavík, eitt á Akureyri og eitt fartæki verður notað til þess að gefa konum á landsbyggðinni aðgang að reglubundinni skoðun. Hvert tæki kostar um 40 milljónir króna og er treyst á framlög velunnara Krabbameinsfélags Íslands til þess að standa straum af þeim kostnaði. Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka, afhenti þessa gjöf á árlegum starfsdegi bankans. Við gjöfinni tóku þau Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands og Baldur F. Sigfússon, yfirlæknir á röntgendeild leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira