Körfubolti

Arenas fór á kostum

GIlbert Arenas sést hér skora tvö af 44 stigum sínum gegn Boston í nótt.
GIlbert Arenas sést hér skora tvö af 44 stigum sínum gegn Boston í nótt. Getty Images

Gilbert Arenas hjá Washington var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 44 stig í sigurleik liðs síns gegn Boston, 124-117. Þá fóru leikmenn Houston á kostum gegn Dallas á heimavelli sínum og unnu 107-76 sigur. Yao Ming skoraði 36 stig.

"Eins og staðan er núna myndi ég segja að hann sé besti miðherjinn í deildinni. Hann er að komast í sérklassa," sagði Tracy McGrady, samherji Ming hjá Houston, en sá kínverski var magnaður gegn Dallas í nótt. Houston mætir gríðarlega öflugt til leiks í deildinni í ár en mikil meiðsli sem hrjáðu liðið á síðustu leiktíð eru á enda og geta leikmenn því spilað af fullri getu.

Gilbert Arenas var staðráðinn í að sýna sitt rétta andlit gegn Boston í nótt eftir að hafa aðeins skorað sjö stig gegn Cleveland í síðasta leik Washington. Það gerði hann svo sannarlega, eins og stigin 44 í nótt sanna. "Ég fann taktinn og þegar svo er gengur flest upp," sagði Arenas hógvær í leikslok.

Úrslit annara leikja í NBA í nótt voru sem hér segir:

Detroit - Memphis   95:86 

Utah - Golden State  106:82 

LA Clippers - Phoenix   114:108

Charlotte - Cleveland   92:88 

New York - Indiana   95:109

Milwaukee - Sacramento   104:91 

Portland - Minnesota   88:86 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×