Talið verður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kvöld. Einhver bið verður þó á fyrstu tölum þar sem kjörkassinn frá Vestmannaeyjum kemst ekki í land sökum veðurs.
Búist er við fyrstu tölum upp úr sjö í kvöld en áður hafði verið áætlað að birta fyrstu tölur klukkan sex.
Frambjóðendur í kjördæminu eru eftirfarandi skv. stafrófsröð:
Árni Rúnar Þorvaldsson, Höfn í Hornafirði (3.-4. sæti)
Bergvin Oddsson, Grindavík (4.-5. sæti)
Björgvin G. Sigurðsson, Skarði Gnúpverjahreppi (1. sæti)
Guðrún Erlingsdóttir, Vestmannaeyjum (3.-4. sæti)
Gylfi Þorkelsson, Árborg (3.-5. sæti)
Hlynur Sigmarsson, Vestmannaeyjum (2. sæti)
Hörður Guðbrandsson, Grindavík (3.-4. sæti)
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir, Reykjanesbæ (3.-5. sæti)
Jón Gunnarsson, Vogum (1. sæti)
Júlíus H. Einarsson, Sandgerði (2.-4. sæti)
Lilja Samúelsdóttir, Reykjanesbæ (4.-5. sæti)
Lúðvík Bergvinsson, Vestmannaeyjum (1. sæti)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, Árborg (2.-3. sæti)
Róbert Marshall, Reykjavík (1.-2. sæti)
Sigríður Jóhannesdóttir, Reykjanesbæ (2.-3. sæti)
Unnar Þór Böðvarsson, Hvolsvelli (3.-5. sæti)
Önundur S. Björnsson, Breiðabólsstað Fljótshlíð (2.-3. sæti)