Innlent

Beittur piparúða, hótað með raf­byssu og sveltur í fanga­klefa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Rætt er við lögmanninn í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Þrjátíu ár eru síðan snjóflóð féll á Flateyri með þeim afleiðingum að tuttugu manns létu lífið. Hinna látnu var minnst víða um land í dag. Bæjarstjóri segir stundir sem þessar mikilvægar fyrir íbúa.

Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum.

Við kíkjum á Hvolsvöll en Brennu-Njálssaga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla, enda öllum tíundu bekkingum skylt að lesa söguna. Að auki er haldinn sérstakur Njálu-dagur, með upplestri og söng.

Við förum yfir allt það helsta í sportinu, til að mynda stórskemmtilegan lokaleik Bestu deildar karla í fótbolta. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×