Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu.
Róbert Marshall er með 929 atkvæði í 1.-3. sætið en Lúðvík Bergvinsson með 911 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er með 762 atkvæði í 1.-2. sætið en Lúðvík er með 705 atkvæði í 1. -2. sætið. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu með 855 atkvæði en næstur á eftir honum er Jón Gunnarsson með 589 atkvæði.
Lúðvík Bergvinsson er nú í 4. sæti með 1.116 atkvæði en næstur á eftur honum er Jón Gunnarsson með 865 atkvæði og vantar hann 251 atkvæði til að ná fjórða sætinu af Lúðvíki.