Efnahagslífið enn berskjaldað fyrir höggum 7. nóvember 2006 12:12 Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótar enn meiri vaxtahækkunum í desember og segir bæði verðbólgu og spennu ennþá mjög mikla. Á fundi hjá Viðskiptaráði Íslands í morgun sagði Davíð íslenskt efnahagslíf enn þá berskjaldað fyrir höggum.„Verðbólgan hefur vissulega minnkað en hún er ennþá mikil og verður áfram og lengi enn ósamrýmanleg verðbólgumarkmiðum bankans og því verkefni sem honum er fyrirlagt að hafa fremst á sinni dagskrá. Spenna er ennþá mjög mikil í íslensku efnahags- og atvinnulífi og er nánast sama hvert litið er. Vinnumarkaðurinn er enn mjög þaninn og eftirspurn þar gríðarleg. Henni hefur á hinn bóginn verið mætt með miklum innflutningi vinnuafls og má hafa efasemdir um að sá hraði innflutningur sé endilega til góðs eða hollur landinu þegar til lengri tíma er horft, þótt hann auðveldi mönnum slaginn við verðbólguna í augnablikinu," sagði Davíð.Þá sagði hann útlánaaukningu bankakerfisins enn þá mjög mikla þótt vissulega hefði dregið úr mesta hraðanum, aukningin væri meiri en staðist fengi til lengri tíma og hætta væri á að nú, þegar bankakerfinu hefði tekist góðu heilli að fjármagna sig til næstu missera og ára, drægi úr aga þar á bæ og slakað yrði á klónni. Ýmis merki væru um það, til að mynda að fasteignamarkaður virtist vera að taka við sér á ný og væntingar einstaklinga og fyrirtækja væru ennþá mjög hátt stefndar.„Loks búum við nú við viðskiptahalla sem er meiri en þekktur er annars staðar á byggðu bóli. Og þótt spár standi vissulega til þess að úr þeim halla dragi á næsta ári, þá verður hann áfram mikill og kemur að skuldadögum. Hinn uppsafnaða halla þarf að fjármagna, sem verður til þess að þjóðarbúið verður mjög háð fjárfestum og lánveitendum á markaði og ekkert má út af bera. Íslenskt efnahagslíf er því berskjaldað fyrir höggum, sem snúið kann að vera að fást við," sagði Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira