Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela 9. nóvember 2006 10:49 Frá vettvangi árás Ísraels í fyrrinótt. MYND/AP Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira