Búist er við metsölu Lottómiða í Bretlandi í dag. Ástæðan er sú að fyrsti vinningur stefnir í að vera eitthundrað milljón sterlingspund, eða um tólf milljarðar íslenskra króna.
Líkurnar á að vinna eru ein á móti 76 milljónum. En það er til fullt af bjartsýnum Bretum, og því seljast lottómiðarnir eins og heitar lummur.