Árni Johnsen sigurvegari prófkjörsins í Suðurkjördæmi 12. nóvember 2006 12:24 Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Eini núverandi þingmaðurinn sem hélt sæti var Kjartan Ólafsson sem var í þriðja sæti en þingmennirnir þrír sem eru á leið af þingi eru þau Drífa Hjartardóttir sem hafnaði í fyrsta til sjötta sæti, Guðjón Hjörleifsson sem varð í sjöunda sæti og Gunnar Örlygsson sem hafnaði í tíunda sæti. Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, fékk 2659 atkvæði í fyrsta sæti. Ráðherra var spurður að því hvort það mætti teljast áfellisdómur yfir honum en hann sagðist ekki geta séð það. Tveir frambjóðendur byðu sig fram og annar hefði fengið færri atkvæði en hinn fleiri. Þannig væri þetta. Aðspurður hvernig hann túlkaði tölurnar í gærkvöld sagði fjármálaráðherra að hann væri ekkert farinn að gera það. Honum sýndist þó að að það breytti ekki miklu hver fortíð manna væri og menn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því þegar horft væri til framtíðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Aðspurður sagðist Árni Mathiesen ekki hissa á stuðningi flokksmanna við Árna Johnsen. Árni Johnsen fékk alls 2302 atkvæði í annað sæti og hlaut afgerandi kosningu. Hann hélt sína kosningavöku á heimili sínu Höfðabóli. Hann var spurður að því í nótt hvernig honum litist á stöðuna og hann sagði að sér litist vel á hana. Það væri um að gera í veiðimannabyggðum að setja stefnuna á miðin og svo væri að keyra á það. Það gæti oft tekið tíma og ýmislegt gæti komið upp á í hafi. Aðspurð í morgun gaf Drífa Hjartardóttir ekkert fyrir vangaveltur um hvort hún væri á útleið úr stjórnmálum í kjölfar prókjörsins í gærkvöldi en ítrekaði þakklæti til sinna stuðningsmanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Árni Johnsen er sigurvegari prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Nafni hans Mathiesen leiðir listann en þremur sitjandi þingmönnum flokksins var hafnað í prófkjörinu. Eini núverandi þingmaðurinn sem hélt sæti var Kjartan Ólafsson sem var í þriðja sæti en þingmennirnir þrír sem eru á leið af þingi eru þau Drífa Hjartardóttir sem hafnaði í fyrsta til sjötta sæti, Guðjón Hjörleifsson sem varð í sjöunda sæti og Gunnar Örlygsson sem hafnaði í tíunda sæti. Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, fékk 2659 atkvæði í fyrsta sæti. Ráðherra var spurður að því hvort það mætti teljast áfellisdómur yfir honum en hann sagðist ekki geta séð það. Tveir frambjóðendur byðu sig fram og annar hefði fengið færri atkvæði en hinn fleiri. Þannig væri þetta. Aðspurður hvernig hann túlkaði tölurnar í gærkvöld sagði fjármálaráðherra að hann væri ekkert farinn að gera það. Honum sýndist þó að að það breytti ekki miklu hver fortíð manna væri og menn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því þegar horft væri til framtíðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Aðspurður sagðist Árni Mathiesen ekki hissa á stuðningi flokksmanna við Árna Johnsen. Árni Johnsen fékk alls 2302 atkvæði í annað sæti og hlaut afgerandi kosningu. Hann hélt sína kosningavöku á heimili sínu Höfðabóli. Hann var spurður að því í nótt hvernig honum litist á stöðuna og hann sagði að sér litist vel á hana. Það væri um að gera í veiðimannabyggðum að setja stefnuna á miðin og svo væri að keyra á það. Það gæti oft tekið tíma og ýmislegt gæti komið upp á í hafi. Aðspurð í morgun gaf Drífa Hjartardóttir ekkert fyrir vangaveltur um hvort hún væri á útleið úr stjórnmálum í kjölfar prókjörsins í gærkvöldi en ítrekaði þakklæti til sinna stuðningsmanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira