Maliki boðar uppstokkun á stjórninni 12. nóvember 2006 19:00 MYND/AP Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar. Erlent Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Demókratar vonast til að hægt verði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Írak á næstu mánuðum. Forsætisráðherra Íraks boðar algera uppstokkun á ríkisstjórn landsins. Hálft ár er liðið frá því að ríkisstjórn Nuri al-Maliki tók við völdum í Írak en þvert á vonir manna hefur ekkert dregið úr vargöldinni í landinu. Sem dæmi um það má nefna að komið var með 1.600 lík í stærsta líkhús Bagdad í októbermánuði, 85 prósent þeirra báru merki ofbeldis af einhverju tagi. Í morgun létu 35 manns lífið og 56 særðust þegar maður gyrtur sprengjubelti gekk inn á skrifstofu í höfuðborginni og sprengdi sig í loft upp. Skrifstofan sá um að ráða lögreglumenn til starfa en uppreisnarmenn úr röðum súnnía hafa mjög beint spjótum sínum að slíkum stofnunun. Þegar við bætist að lögreglan er talin taka þátt í hjaðningarvígum trúarhópa landsins kemur yfirlýsing Malikis um uppstokkun ekki á óvart enda hafa verið kröfur uppi um að skipt verði um ráðherra innanríkis- og varnarmála. Tíminn er líka naumur því eftir sigur demókrata í bandarísku þingkosningunum hafa líkurnar á að erlenda herliðið hverfi senn frá landinu aukist til muna. Þannig lýsti demókratinn Carl Levin, verðandi formaður hermálanefndar öldungadeildarinnar, því yfir í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC í dag að hann vonaðist til að hermennirnir verði kallaðir heim á næstu fjórum til sex mánuðum. Fjórir breskir hermenn létust í árás í Basra í dag og má því búast við að óvinsældir stríðsins í Bretlandi muni aukast enn frekar.
Erlent Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira