Hörð átök í Austur-Kongó 16. nóvember 2006 18:45 Óeirðalögreglumenn í viðbragðsstöðu í Kinshasha, höfuðborg Austur-Kongó, í dag eftir að kjörstjórn í landinu lýsti í morgun Joseph Kabila sigurvegar í annarri umferð forsetakosninga sem haldnar voru í síðasta mánuði. Andstæðingur hans, Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, játar sig ekki sigraðan. MYND/AP Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli. Erlent Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu kjörstjórnar hlaut Kabila rúm fimmtíu og átta prósent atkvæða en Jean-Pierre Bemba, fyrrverandi leiðtogi uppreisnarmanna, tæplega fjörutíu og tvö prósent. Endanlegar tölur verða birtar á laugardaginn og síðan staðfestir Hæstiréttur úrslitin. Kabila hefur beðið landa sína um að sýna stillingu. Bemba játar sig hins vegar ekki sigraðan og segir niðurstöðuna langt frá því endurspegla vilja þjóðarinnar og ekki í samræmi við það sem hafi verið að finna í kjörkössum eftir kosningarnar. Fjölgað var í hópi alþjóðlegra friðargæsluliða í höfuðborginni, Kinshasha, en þrátt fyrir það sauð upp úr í dag. Borgin er höfuðvígi Bemba og létu stuðningsmenn hans grjóti rigna yfir bandamenn Kabila. Lögreglan svaraði að mikilli hörku og náðust myndir af því þegar lögreglumenn afklæddu unga konu og beittu hana ofbeldi. Vonir höfðu verið bundnar við að sættir tækjust í landinu eftir kosningarnar, þær fyrstu í Austur-Kongó í rúma fjóra áratugi. Laurent Kabila, faðir núverandi forseta, kom einræðisherranum Mobutu Sese Seko frá völdum árið 1997. Kabila eldri var síðan ráðinn af dögum 2001. Ári síðar var samið um vopnahlé í landinu og var litið á kosningarnar í ár sem endahnútinn á því ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira