Endalaus saga í olíusamráðsmáli 16. nóvember 2006 19:39 Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira