Norsk Hydro keppir við fleiri álfyrirtæki um að tengjast djúpborunum Íslendinga 17. nóvember 2006 18:40 Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu. Fréttir Innlent Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Helsti sérfræðingur landsins í stóriðjumálum segir Norsk Hydro líta á Ísland sem langtímamarkmið, og það búist ekki við að geta reist hér álver fyrr en eftir tíu til fimmtán ár, í fyrsta lagi. Fyrirtækið er nú komið í hóp fjögurra álfyrirtækja sem keppa um að fá að taka þátt í djúpborunartilraunum hérlendis sem þau telja lykil að gríðarlegu orkuforðabúri framtíðar. Norsk Hydro tilkynnti í gær að fyrirtækið væri búið að opna skrifstofu í Reykjavík til að skoða tækifæri í orkunýtingu og áliðnaði hérlendis, aðeins fjórum árum eftir að fyrirtækið bakkaði út úr álversuppbyggingu á Austfjörðum. Garðar Ingvarsson, hagfræðingur og ráðgjafi í stóriðjumálum, hefur í meira en fjörutíu ár unnið að verkefnum á þessum sviði, lengst af, fyrir hönd stjórnvalda og Landsvirkjunar, að reyna að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta í orkufrekum iðnaði hérlendis. Hann segir ljóst að skyndilegt brotthvarf Hydro frá Reyðarálsverkefninu muni ekki auðvelda því endurkomu. Undir það tekur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson. Ljóst er að Norsk Hydro þarf að fara í biðröð. Orkuveita Reykjavíkur verður ekki aflögufær fyrr en árið 2012 og sama staða blasir við hjá öðrum orkufyrirtækjum. Garðar telur Hydromenn vera að hugsa lengra fram í tímann. Þeir búist ekki við að geta reist álver hérlendis fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu til fimmtán ár. Garðar bendir á að Norsk Hydro vilji koma að djúpborunarverkefni Íslendinga. Ef þar gangi allt eftir ítrustu óskum væru Íslendingar ekki með 20 terawattstundir í jarðgufuvirkjunum heldur hugsanlega 200 terawattstundir, og þá sé aldeilis komin önnur stærðargráða í málin. Olíudeild Norsk Hydro hafi mikla reynslu í erfiðum borunum, þeir telji sig vera meðal þeirra fremstu í heimi, og þeir hafi átt viðræður við stjórnarnefnd djúpborunarverkefnisins um hugsanlega aðkomu að því með sinni tækni. Guðmundur Þóroddsson segir að álfyrirtækin Alcan, Alcoa og Century sem og fleiri aðilar hafi einnig óskað eftir að koma að djúpborunum. Hann hafi fundið fyrir sívaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á undanförnum misserum að koma til Íslands. Það sem sé merkilegt sé að umhverfisvinkillinn sé að verða sífellt mikilvægari úti í heimi. Öfugt við marga Íslendinga líti menn úti í heimi svo á að orkan hérlendis sé mjög umhverfisvæn og æskilegt sé að nota hana í iðnaðarframleiðslu.
Fréttir Innlent Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira