Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir 19. nóvember 2006 16:20 Faxaflói. MYND/Vilhelm Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru." Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru."
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira