Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna 19. nóvember 2006 17:50 Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Flugumferðarstjórar vilja halda réttindum opinberra starfsmanna, ella fá þau bætt með einhverjum hætti. Á þessu stranda samningaviðræður við Flugstoðir ohf. Um 220 þeirra sem starfa hjá Flugmálastjórn var boðið starf hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi, Flugstoðum ohf., og hefur meirihluti þeirra þegar ráðið sig þangað. Um 100 manns hafa hins vegar ekki skrifað undir samning og eru um 60 þeirra flugumferðarstjórar. Ráðningarfrestur var framlengdur í þriðja sinni í dag, nú til 30. nóvember, en hann átti að renna út á morgun. En á hverju strandar í viðræðum við flugumferðarstjóra? "Til að flugumferðarstjórar ráði sig til hins nýja félags þarf að ganga frá ýmsum atriðum sem að fóru fyrir bí þegar starfsfólki var sagt upp og lögin um réttindi starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum voru brotin," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Vilja flugumferðarstjórar þá halda réttindum opinberra starfsmanna eða fá þau bætt, til dæmis með launahækkunum? "Við viljum helst halda þessum réttindum og það er vel hægt að semja um það í kjarasamningum." Loftur vill að menn setjist niður og leysi þetta mál hið fyrsta. "Við viljum setjast niður með fulltrúum Flugstoða og ræða þessi mál. Tíminn styttist, það er ekki nema einn og hálfur mánuður til stefnu og í rauninni hefur ekkert verið gert í þessu. Meðal annars hefur steytt á því að flugumferðarstjórar vilja halda þeim lífeyrisréttindum sem þeir hafa núna. LSR mun funda um málið á fimmtudaginn en Loftur segir að flugumferðarstjórar muni ekki skrifa undir þótt í ljós komi að þeir haldi lífeyrisréttindum sínum. "Það er ekki nóg. Það þarf að gera nýjan kjarasamning og þar þarf að taka réttindum og ráðningarkjörum starfsmanna. En ég efast ekki um að við getum náð samkomulagi." Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Flugstoða ohf. vildi ekki tjá sig um deiluna í dag. Málið yrði ekki leyst í fjölmiðlum.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira