Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í kvöld. Ökumenn voru einir í bílunum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Lögreglan á Selfossi segir umferð að öðru leyti hafa verið nokkuð óhappalausa á Hellisheiði í dag.
Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði
