Framlög fyrirtækja og einstaklinga verði ekki hærri en 300 þúsund 22. nóvember 2006 14:59 MYND/Baldur Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Styrkir einstaklinga og fyrirtækja til stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum mega aldrei verða hærri en þrjú hundruð þúsund krónur samkvæmt tillögum nefndar um lagalega umgjörð stjórnmálastarfsemi sem kynntar voru í Stjórnarráðinu í dag. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins kynntu tillögurnar en Kjartan og Sigurður voru meðal fulltrúa sinna flokka í nefndinni, en í henni áttu fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi sæti. Samkvæmt tillögunum verða flokkarnir að gefa upp þá lögaðila sem styrkja þá og getur fyrirtækjasamstæða aðeins gefið 300 þúsund krónur en einstök dótturfyrirtæki ekki. Ekki þarf hins vegar að geta þess í ársreikningum flokkanna hvaða einstaklingar styrkja þá. Frambjóðendur í prófkjörum flokkanna mega samkvæmt tillögunum aðeins verja einni milljón króna í framboðið auk álags sem miðast við fjölda íbúa í kjördæminu. Þannig getur frambjóðandi í prófkjöri í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hæst varið 7,5 milljónum til framboðsins. Sömu reglur gilda um forsetakosningar og þá er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að frambjóðendur til forseta lýðveldisins fái styrki frá ríkinu fái þeir tíu prósenta fylgi eða meira í forsetakosningum. Enn fremur er sveitarfélögum þar sem fleiri en 500 manns búa skylt að styrkja framboð en þau ákveða sjálf upphæðina. Stjórnmálaflokkunum verður samkvæmt tillögunum skylt að skila endurkoðuðum ársreikningum til Ríkisendurskoðunar en brot á þeim reglum getur varðað sektum eða allt að sex ára fangelsi. Samstaða er meðal stjórnmálaflokkanna um tillögunar og er reiknað með því að formenn flokkanna leggi fram þingmannafrumvarp byggt á tillögunum á yfirstandandi þingi og að það verði samþykkt í vetur þannig að reglurnar gildi í þingkosningunum næsta vor.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira