Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos 24. nóvember 2006 19:02 Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis. Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Fyrsta nóvember síðasliðinn veiktist Litvinenko eftir fund með ítölskum öryggissérfræðingi, þar sem þeir ræddu morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkoskayu, sem féll fyrir morðingjahendi í síðasta mánuði. Síðan þá hefur Litvinenko barist fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Lundúnum og tapaði þeirri baráttu í gærkvöldi. Í dag var svo ljóst að geislavirka efnið polonium 210 greindist í líkama Litvinenkos og einnig á veitingastaðnum þar sem hann snæddi með heimildamanni sínum. Sigurður Emil Pálsson, eðlisfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins, segir um náttúrulegt efni að ræða sem verði einnig til í kjarnorkuiðnaði. Það gefi frá sér afla geislun og litla aðra geilsun. Hann segir erfitt að greina hana utan líkamans. Alfageislun sé skammdræg og jafnvel pappírsörk geti stöðvað hana. Komist efnið í líkamann geti áhrifin verið alvarleg. Í tilviki Litvinenkos virðist hafa orðið mikil geislun, áhrifin séu bráð þegar svo sé. Ónæmiskerfi lamist og ýmis líffæri. Svo virðist sem mikið af efninu hafi komist í líkama Litvinenkos. Litvinenko starfaði hjá KGB og síðar rússnesku öryggislögreglunni áður en hann leitaði hælis í Bretlandi 2001. Hann komst í ónáð hjá Pútín Rússlandsforseta, þegar sá síðarnefndi var yfirmaður öryggislögreglunnar. Ættingjar og vinir Litvinenkos ræddu við fjölmiðlamenn í Lundúnum í dag. Alex Goldfarb, vinur Litvinenkos, las upp yfirlýsingu frá honum sem var rituð skömmu fyrir andlát hans. Þar eru Pútín Rússlandsforseta ekki vandaðar kveðjurnar og hann sagður bera ábyrgð á örlögum njósnarans fyrrverandi. Pútín Rússlandsforseti vísar ásökununum á bug og segir ekkert hæft í þeim. Andstæðingar hans séu að nýta sér dauða Litvinenkos til að koma höggi á hann. Forsetinn vottaði ættingjum njósnarans fyrrverandi samúð sína á blaðamannafundi síðdegis.
Erlent Fréttir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira