Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak 27. nóvember 2006 14:11 MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira