Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak 27. nóvember 2006 14:11 MYND/KK Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum fór Kristján Þór með sigur af hólmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina og kemur því til með að stíga upp úr bæjarstjórastóli á Akureyri fyrir vorið. Kristján sagði að hann og félagar hans myndu ræða málið í dag og á morgun og hann ætti von á því að ákvörðun um næsta bæjarstjóra lægi fyrir fyrir helgi.Aðspurður um það hvort hann teldi ekki eðlilegt í ljósi þess að hann væri að koma úr bæjarstjórarstarfi í stærsta sveitarfélagi landsins utan suðvesturhornsins og hefði fengið góða kosningum um helgina, að því fygldi ráðherrasæti sagði Kristján Þór að honum fyndist það eðlilegt. „Ég get alveg svarað því játandi en ég hef lagt á það ríka áherslu þegar þessi spurning er uppi að við erum að pjakka í pólitík til þess að komast til áhrifa. En engu að síður er staðan þannig að til þess að geta svarað svona spurningu af einhverju skynsamlegu viti þá verða menn nú fyrst að ganga í gegnum kosningar og í öðru lagi að ná þeim árangri í þeim að geta tekið þátt í myndun ríkissstjórnar," sagði Kristján.Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um helgina að hann teldi stuðning íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið mistök og hvatti til naflaskoðunar tengdri ákvörðuninni. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn ættu að fara í sams konar naflaskoðun svaraði Kristján játandi.„Ég hef sagt það sjálfur að mér hafi þótt sú ákvörðun vera mistök og ég fullyrði það að það er ekkert bara í öðrum flokkum, þetta gengur yfir Sjálfstæðisflokkinn líka þar sem menn eru að fara yfir þessa hugsun að nýju. Að sjálfsögðu eigum við að gera það og öll mannanna verk eru einfaldlega þannig unnin að það er sjálfsagt mál að fara yfir þau alltaf öðru hvoru." sagði Kristján Þór í viðtali á Stöð 2.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira