Falsaðir seðlar í umferð 28. nóvember 2006 18:25 Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt." Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.Sárasjaldgæft er að falsaðir seðlar komist í umferð. Þó bárust lögreglunni í Reykjavík tvær tilkynningar um helgina um falsaða fimm þúsund króna seðla. Falsarinn er greinilega sá sami, því sama raðnúmer er á seðlunum. Og nú í morgun barst falsaður seðill í banka í borginni.Þótt litprentarar séu víða þá eru fjölmörg atriði sem ekki er hægt að falsa. Reyndar ættu viðvörunarbjöllur að klingja hjá flestum þegar falsaður seðill er handfjatlaður, því pappírinn er mjög ólíkur ekta seðlum viðkomu. Og Seðlabankinn hefur á síðustu árum bætt við öryggisþáttum í forvarnarskyni. Það er málmþynna á seðlunum sem ekki prentast, öryggisþráður, upphleypt letur og vatnsmerki sem sést auðveldlega ef seðillinn er borinn upp að dagsbirtu. "Og ef þú berð svona seðil upp að útfjólubláu ljósi þá kemur í ljós lýsandi flötur sem er auðgreinanlegur og er ekki hægt að falsa eins og við höfum séð falsanir hér. En við höfum ekki séð hér vandaðar falsanir, þetta er meira offsett-ljósmyndun af seðlum og menn grunar að í einhverjum tilvikum sé þetta fikt ungmenna - sem er nógu slæmt," segir Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands.Fjöldi skráðra mála hjá lögreglu hefur hrapað á síðustu árum en þau náðu hámarki árið 2001 þegar 69 falsanamál komu upp en voru 24 árið 2004. Tryggvi er sannfærður að fleiri öryggisþættir seðlanna hafi skilað sér í færri fölsunum.En það er falsari á ferð og fólki er því ráðlagt að hafa varann á sér. "Það er mjög mikilvægt einmitt núna þegar við verðum vör við svona tilvik að allur almenningur, verslanir og þjonustuaðilar þegar þeir eru að móttaka seðla gæti að þessum atriðum og láti strax vita ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt."
Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira