Viðræður við Dani og Kanadamenn um samstarf hefjast á næstu vikum 29. nóvember 2006 11:04 Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen. Fréttir Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í morgun fund með Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs um samstarf landanna í öryggis- og varnarmálum í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Ríga í Lettlandi. Valgerður sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún og Störe hafi fyrst og fremst rætt æfinga- og eftirlitsflug Norðmanna í íslenskri lofthelgi og var ákveðið að norskir embættismenn kæmu til landsins í næsta mánuði til þess að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli í tenglsum við það. Áður hefur komið fram að viðræður íslenskra og norskra stjórnvalda um samstarf í varnarmálum hefjist í næsta mánuði. Þá ræddi Valgerður einnig við Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, og lýsti hann áhuga á því að koma til Íslands til viðræðna í byrjun næsta árs um hugsanlegt varnarsamstarf. Valgerður ræddi einnig við Peter Gordon MacKay, utanríkisráðherra Kanada, og Ulrik Federspiel, ráðuneytisstjóra í danska utanríkisráðuneytinu, og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að ráðherra hafi einnig átt tvíhliða fund með Mihai Razvan Ungureanu, utanríkisráðherra Rúmeníu og rætt stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Í gær heimsótti utanríkisráðherra Latekóbanka í Ríga og verslun 66° Norður, en bæði fyrirækin eru í eigu Íslendinga. Síðdegis heldur utanríkisráðherra til Litháen.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Sjá meira