Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti 29. nóvember 2006 17:02 Andrés Ragnarsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn. MYND/Félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt." Fréttir Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Samningurinn tekur við af viðlíka samkomulagi sem hefur verið í gildi frá upphafi starfseminnar 2004 að undangenginni landssöfnun sem tryggði öflugt stofnframlag. „Mér er kunnugt um að hátt á fimmta hundrað fjölskyldur hafa notið margvíslegrar aðstoðar Sjónarhóls undanfarin þrjú ár," sagði félagsmálaráðherra í ávarpi sínu við undirritun samningsins. „Ég geri mér jafnframt grein fyrir því að í hverju tilviki eru að baki ótal viðtöl, erindi og málaleitanir við aðra aðila til samstarfs og samræmingar í þjónustu, fjölbreytileg ráðgjöf og stuðningur - og svo má lengi telja. Hér er unnið afar mikilvægt starf sem ég veit að létt hefur álagi af miklum fjölda fólks." Samkomulagið felur í sér að á samningstímanum býður Sjónarhóll þjónustu og styður við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir með ráðgjöf, viðtölum og námskeiðum. Tilgangurinn er að nýta þekkingu og reynslu þeirra samtaka sem standa að starfsemi félagsins til þess að bæta þjónustu og styðja við foreldra og aðra aðstandendur barna með sérþarfir. Þjónusta Sjónarhóls skal vera til reiðu fyrir alla landsmenn en starfsstöð félagsins er í Reykjavík. Þjónustan skal vera án endurgjalds. Markmiðið með starfi Sjónarhóls er að fjölskyldur barna með sérþarfir njóti jafnréttis og sambærilegra lífskjara við aðrar fjölskyldur í landinu og búi við lífsskilyrði sem geri þeim kleift að lifa eðlilegu lífi. Actavis hf., Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður og Hringurinn verða áfram rekstrarlegir bakhjarlar auk þess sem Vífilfell bætist í hópinn. „Fjögur fyrirtæki, sem eru meðal þeirra öflugustu í landinu, auk Hringsins og Pokasjóðs, láta af hendi rakna fjármagn sem er sem næst til jafns við framlag félagsmálaráðuneytisins til þess að tryggja þá merku starfsemi sem hér fer fram," sagði félagsmálaráðherra. „Það ber ekki einungis vitni um gott árferði og að fyrirtækjunum vegni vel. Það er einnig til marks um þá vitund sem mér virðist fara vaxandi í atvinnulífinu almennt að auðgildið eitt ráði ekki alfarið ríkjum, manngildinu og samhjálpinni skuli goldið sitt, til farsældar fyrir samfélagið allt."
Fréttir Innlent Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira