Togarinn Skafti SK, sem tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, er nú laus. Fór hann út fyrir leiðina sem liggur úr höfninni og festist á svipuðum stað og togararnir tveir sem slitnuðu upp í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Skafti SK losaði sig sjálfur þegar flæða tók að og ekki er búist við neinum skemmdum.
Vaktmaður við höfnina sagði að tiltölulega algengt væri að skip festu sig á þessum stað þar sem þar væri hár sandbakki sem skip sigldu á ef þau færu ekki rétta leið út úr höfninni.