Vísindamenn Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna skýrðu frá því í gærkvöldi að nýjar myndir af plánetunni Mars sýndu að á henni gæti verið rennandi vatn.
Vísindamenn hafa hingað til talið litlar líkur á því en sögðu að vatnið gæti hafa komið úr iðrum plánetunnar og runnið á yfirborðinu í stutta stund áður en það gufar upp. Þeir sögðu þetta auka líkurnar á að líf myndi finnast á Mars.