Bush og Blair ræða um Írak í dag 7. desember 2006 12:30 Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Washington í gærkvöld en fundur þeirra George Bush fer fram í dag. Fastlega er reiknað með að Íraksmálin verði þar efst á baugi og þær tillögur sem sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings kynnti forsetanum í gær. Þrennt ber þar hæst: í fyrsta lagi endurskilgreining á verkefnum Bandaríkjahers í Írak svo kalla megi hluta hans heim á næstu misserum, í öðru lagi aukinn þrýsingingur á írösku stjórnina um að herða sig í að sætta ólíka þjóðfélagshópa og í þriðja lagi samstillt átak ríkisstjórna á svæðinu, sérstaklega Sýrlendinga og Írana, til að binda enda á vargöldina í Írak. Bush hefur hingað til lítið viljað hafa saman við þessi ríki að sælda en búist er við að Blair muni reyna að fá hann til að skipta um skoðun. Upplýsingamálaráðherra Sýrlands sagðist í samtali við Breska ríkisútvarpið í morgun fagna skýrslunni og að Sýrlendingar hefðu ávallt verið reiðubúnir til samstarfs. Það kemur svo væntanlega í hlut nýs landvarnaráðherra, Robert Gates, að hrinda einhverjum af þessum tillögum ráðgjafarnefndarinnar í framkvæmd en Bandaríkjaþing staðfesti endanlega skipun hans í embætti í gær. Hann sat áður í nefndinni og hefur lagt áherslu á að hann sé opinn fyrir nýjum hugmyndum um stríðsreksturinn í Írak. Írak Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Hernaðurinn í Írak verður aðalumræðuefnið á fundi þeirra George Bush og Tony Blair í Washington í dag. Skýrsla ráðgjafarnefndar Bandaríkjaforseta segir ástandið þar afar slæmt en enn þá sé tími til úrbóta. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Washington í gærkvöld en fundur þeirra George Bush fer fram í dag. Fastlega er reiknað með að Íraksmálin verði þar efst á baugi og þær tillögur sem sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings kynnti forsetanum í gær. Þrennt ber þar hæst: í fyrsta lagi endurskilgreining á verkefnum Bandaríkjahers í Írak svo kalla megi hluta hans heim á næstu misserum, í öðru lagi aukinn þrýsingingur á írösku stjórnina um að herða sig í að sætta ólíka þjóðfélagshópa og í þriðja lagi samstillt átak ríkisstjórna á svæðinu, sérstaklega Sýrlendinga og Írana, til að binda enda á vargöldina í Írak. Bush hefur hingað til lítið viljað hafa saman við þessi ríki að sælda en búist er við að Blair muni reyna að fá hann til að skipta um skoðun. Upplýsingamálaráðherra Sýrlands sagðist í samtali við Breska ríkisútvarpið í morgun fagna skýrslunni og að Sýrlendingar hefðu ávallt verið reiðubúnir til samstarfs. Það kemur svo væntanlega í hlut nýs landvarnaráðherra, Robert Gates, að hrinda einhverjum af þessum tillögum ráðgjafarnefndarinnar í framkvæmd en Bandaríkjaþing staðfesti endanlega skipun hans í embætti í gær. Hann sat áður í nefndinni og hefur lagt áherslu á að hann sé opinn fyrir nýjum hugmyndum um stríðsreksturinn í Írak.
Írak Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira