Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu 8. desember 2006 17:24 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum." Fréttir Innlent Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. Þingmönnum varð sumum heitt í hamsi í dag þegar rætt var um símhleranir í utandagskrárumræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hóf. "Mér sýnist að það sé eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki litið svo á að hann hefði tímabundið umboð frá kjósendum þegar hann var í ríkisstjórn heldur lægju í sjálfum Sjálfstæðisflokknum stofnanabundið vald vegna þess hversu oft hann átti aðild að ríkisstjórn og hann hafi í raun misbeitt ríkisvaldinu." Ingibjörg Sólrún ítrekaði þá skoðun sína að alþingi stofni rannsóknarnefnd sem færi í saumana á hlerunum. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði ekki óeðlilegt að menn veltu þessum málum fyrir sér en fannst merkilegt væri hvað menn vildu gera hlut Sjálfstæðisflokksins mikinn. "Það er vissulega rétt að Sjálfstæðisflokknum er umhugað um öryggi ríkisins en það verður auðvitað að láta aðra njóta sannmælis í þessum efnum og ég held að það sé á engan hallað þó að fyrstur sé nefndur fyrrverandi forsætisráðherra, Hermann Jónasson." Þá sagði Árni að menn mættu heldur ekki vanmeta hlut Alþýðuflokksins og taldi fara betur á því að fræðimenn fjölluðu um þessi mál en nefndir stjórnmálamanna. Hann hafnar því að ríkisvaldi hafi verið misbeitt. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, sagði ræðu ráðherra stórundarlega. "Við heyrðum hér stórundarlega en mjög dæmigerða ræðu fyrir undanbrögð og -flæming Sjálfstæðisflokksins í þessum njósnamálum. Nú á að klína þessum á Framsóknarflokkinn og aðallega þá feðga, Hermann Jónasson og Steingrím Hermannsson." Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var mjög ósátt við ræðu fjármálaráðherra. "Það sem skiptir máli er að við eigum hér heiðarlega og málefnalega umræðu um málið. Og ekki með þeim hætti að vera sífellt að ráðast á aðra stjórnmálaflokka. Ég velti því fyrir mér hvað hæstvirtum ráðherra gengur til." Sæunn sagði hugmynd formanns Samfylkingar um rannsóknarnefnd góðra gjalda verða, þótt fyrst þurfi að bíða niðurstöðu hlerananefndar og rannsóknar lögreglustjórans á AKranesi. Ingibjörg Sólrún lýsti furðu sinni á að fjármálaráðherra nefndi einstaka forystumenn framsóknar í þessu máli. "Það átti væntanlega að vera til þess að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn sæti ekki einn í þessari súpu." En Árni segir undarlegt að mönnum sé illa við að þessir Framsóknarmenn séu nefndir til sögunnar. "Ég er að hrósa þessum mönnum."
Fréttir Innlent Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent