Næturhiminn á Flórída í Bandaríkjunum lýstist upp í nótt þegar geimflauginni Discovery var skotið á loft frá Canaveral höfða. Þetta var í fyrsta sinn í fjögur ár sem geimflaug var skotið á loft að nóttu til.
Sjö geimfarar eru um borð, þar af einn Svíi, og eiga þeir að hlada áfram framkvæmdum við Alþjóðlegu geimstöðina sem á að vera fullbúin árið 2010.