Kosningabaráttan hafin 10. desember 2006 18:11 Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis." Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis."
Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira