Innlent

Sakfelldir fyrir utanvegaakstur í Hlíðarfjalli

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYND/KK

Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi í dag tvo menn fyrir utanvegaakstur og sektaði annan þeirra um 25 þúsund krónur en frestaði ákvröðun um refsingu hins um tvö ár svo framarlega sem hann heldur skilorð.

Mennirnir voru ákærðir fyri brot á lögum um náttúruvernd með því að hafa í september ekið tveimur bifreiðum utan vega og merktra slóða í Hlíðarfjalli á Akureyri sunnan við Skíðahótelið og valdið með akstrinum náttúruspjöllum.

Annar mannanna játaði brot sitt fyrir dómi en hinn mætti ekki fyrir dóm og þótti mega jafna það við játningu. Sá sem ekki mætti fyrir dóm hafði áður hlotið sex dóma fyrir ýmis brot en hinn var með hreina sakaskrá. Þótti dómnum því hæfilegt að dæma þann fyrrnefnda til sektar en fresta ákvörðun um refsingu yfir hinum síðarnefnda sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×