Íshokkímaður í keppnisbann

Dómstóll ÍSÍ dæmdi í dag íshokkíleikmanninn Halldór Ásmundsson hjá Birninum í tveggja ára keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Steralyf fundust í sýni sem tekið var af Halldóri á æfingu í september í haust og því verður honum bannað að keppa næstu tvö árin.