Verðlaunafé boðið fyrir upplýsingar 13. desember 2006 19:45 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að raðmorðingja sem hefur myrt fimm vændiskonur nærri Ipswich á tæpum mánuði. Blaðið News of the World hefur heitið jafnvirði rúmlega þrjátíu milljóna íslenskra króna í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og hafa um tvö þúsund ábendingar þegar borist lögreglu. Morðin nú minna á það þegar Kobbi kvirðista herjaði á vændiskonur í Witechapel hverfi Lundúna síðla árs 1888. Fórnarlömbin voru fimm þá líkt og nú. Málið í Austur-Anglíu vekur einnig óþægilegar minningar hjá íbúum í Bradford í Jórvíkurskíri þar sem Paul nokkur Sutcliffe myrti þrettán konur á árunum 1975 til 1980. Flest fórnarlömb hans voru vændiskonur. Nú hefur ódæðismaður af sama sauðarhúsi látið til skarar skríða í Ipswich og eru lögreglumenn í kapphlaupi við tímann að finna hann áður en fleiri konur falla í valinn. Svæðið þar sem sem lík kvennanna fundust er fínkembt. Stewart Gull, lögregluforingi í Suffolk sýslu, segir ljóst að töluvert sé líkt með morðunum. Öll fórnarlömbin hafi verið vændiskonur samkvæmt upplýsingum lögreglu. Þær hafi allar fundist við svipaðar aðstæður. Morðinginn eða morðingjarnir hafi gert vændiskonur að skotmörkum sínum og ekkert bendi til þess að konur úr öðrum þjóðfélagshópum þurfi að hafa áhyggjur. Þrátt fyrir það hafa allir íbúar í Ipswich áhyggjur af eigin öryggi og hraða flestir sér heim að loknum vinnudegi. David Wilson, prófessor í afbrotafræði, segir hætt við því að morðingi myrði enn fleiri og óvíst hvenær hann telji nóg komið. Svo gæti farið að hann hætti á einhverjum tímapunkti eða þá að hann beini spjótum sínum að öðrum en vændiskonum. Lou er vændiskona í Ipswich. Hún er heróínfíkill. Lou þekkti eitt fórnarlambanna, Anneli Alderton, og var með henni skömmu áður en hún hvarf. Hún segir Anneli hafa verið hamingjusama þá. Þær hafi staðið saman við eitt götuhornið og gætt sér á jarðaberjum. Hún hafi ekki virst hafa áhyggjur af nokkru.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira