Olíuforstjórar ákærðir 13. desember 2006 18:30 Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira