Lögregla í Ipswich á Englandi kveðst vongóð um að raðmorðinginn sem myrt hefur fimm vændiskonur að undanförnu finnist á næstu dögum. Að sögn Lundúnablaðsins Times liggja fimm manns undir grun og er einn þeirra sérstaklega áhugaverður að mati lögreglunnar. Áður en nokkur verður handtekinn verður að safna sönnnunargögnum og það gæti tekið drjúga stund þar sem fara verður yfir margra klukkustunda efni úr öryggismyndavélum. Allir hinna grunuðu eru þó undir eftirliti. Þá greindi lögreglan frá því nú fyrir stundu að ein vændiskvennanna hafi verið ófrísk þegar hún var myrt.
