Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila vel á SA Airlines mótinu í golfi í Portl Elizabeth í Suður-Afríku, en hann lauk þriðja hringnum í morgun á 70 höggum eða tveimur undir pari. Hann er því á samtals þremur höggum undir pari á mótinu og er í kring um 57. sæti í mótinu.

